Þriðjudagur, 13. maí 2008
Röskur ráðherra
Björgvin G.Sigurðsson,viðskiptaráðherra, er röskur ráðherra. Nú blæs hann til sóknar í neytendamálum.Stór áfangi í umbótum á sviði neytendamála verður að veruleika á miðvikudaginn, 14. maí, þegar ýtarleg greining þriggja stofnanna, Félagsvísindastofnunar, Hagfræðistofnunar og Lagastofnunar Háskóla Íslands, á ástandi neytendamála verður kynnt á ráðstefnu á Grand Hótel. Til að mynda verða kynntar niðurstöður ýtarlegrar könnunar á viðhorfum neytenda, virkni þeirra og þekkingu á rétti sínum. Greining á umhverfi neytenda á nokkrum stærstu vöru- og þjónustumörkuðum og lagaleg staða einnig á dagskrá.
Í skýrslunum þremur er fjöldi athyglisverðra tillagna sem eru afar gagnlegt innlegg í stefnumótun ráðuneytisins. Tilgangur ráðstefnunnar á miðvikudaginn er þó ekki síst að gefa hinum almenna neytenda tækifæri til að leggja sitt af mörkum og segja sína skoðun.
Það hefur verið tekið sösklega til hendinni í neytendamálum í viðskiptaráðuneytinu undanfarið. Valgerður Sverrisdóttir hóf þetta starf sem iðnaðar-og viðskiptaráðherra og kom á á fót neytendastofu og stofnaði embætti umboðsmanns neytenda.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.