Þriðjudagur, 13. maí 2008
Aldraðir: Ekkert svar frá þingflokkum stjórnarflokkanna!
Samtök aldraðra hafa ekki fengið neitt svar frá þingflokkum stjórnarflokkanna við því erindi ,sem samtökin sendu þeim.Það bendir því allt til þess,að ætlunin sé að hundsa erindið. Þó voru það ekki aðeins Landssamband eldri borgara og Félag eldri borgara,sem sendu erindið heldur einnig samtök eldri borgara i stjórnarfokkunum,Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki.Í erindinu var þess óskað,að sú gliðnun sem varð í kjölfar nýrra kjarasamninga yrði leiðrétt strax en þessi gliðnun nemur 9100 kr. á mánuði. Eða m.ö.o: Það vantaði 9100 kr.. á mánuði upp á að lífeyrisþegar fengju jafnmikla hækkun á lífeyri eins og launþegar fengu í kjarasamningunum.Af þessum sökum er lífeyrir aldraðra nú aðeins 93,74% af lágmarkslaunum en var rúm 100% á sl. ári. Þetta er óviðunandi og það þýðir ekki að vísa á einhverjar hækkanir,sem eiga að koma í framtíðinni. Kjarasamningarnir voru gerðir í febrúar með gilditíma frá 1,feb. Lífeyrisþegar eiga að fá sína hækkun strax með gildtíma frá sama tíma.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.