Fresturinn til að svara Mannréttindanefnd Sþ. að renna út

Aðeins  1 mánuður er nú eftir af  frestinum,sem Mannréttindanefnd. gaf ríkisstjórn Íslands til þess að svara til um mannréttindabrot kvótakerfisins.En þó svona stutt sé eftir af frestinum heyrist ekki   hósti né stuna frá ríkisstjórninni um mál þetta. Það er því alveg ljóst,að  ríkisstjórnin ætlar að humma þetta mál fram af sér.Störfum þingsins er að ljúka og ef  ríkisstjórnin hefði ætlað að bregðast rétt við og leiðrétta kvótakerfið  hefði hún orðið að leggja fram frumvarp fyrir þinglok um róttækar breytingar á kerfinu. Mannréttindanefnd Sþ sagði,að það væri  mannréttindabrot að mismuna þegnum Íslands við úthlutun veiðiheimilda.Aðeins fáir fengu veiðiheimildir fríar i upphafi aðrir hafa fengið synjun og því ekki  setið við sama borð og  kvótagreifarnir þegar þeir vildu hefja veiðar. Í rauninni hefur greinin verið lokuð öllum sem viljað hafa byrja veiðar. Þeir hafa orðið að kaupa veiðiheimildir af sægreifunum og því ekki setið við sama borð og þeir,sem fengu fríar heimildir. Þetta er mannréttindabrot. Það verður að leiðretta þetta með þvi að innkalla allar veiðiheimildir og úthluta upp á nýtt.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband