Getum ekki rekið atvinnulífið án útlendinga

Mikill áróður er rekinn í fjölmiðlum gegn  nýbúum og öðrum útlendingum hér á landi.Skoðanakannanir  hafa verið gerðar um afstöðu  fólks til nýbúa,t.d. var nýlega gerð slík könnun meðal framhaldsskólanema og ein utvarpsstöðin hér hefur ítrekað framkvæmt slíkar kannanir.Meðal framhaldsskólanema reyndist  meirihlutinn þeirrar skoðunar að nýbúar væru orðnir af margir.Ekki er alveg ljóst hver tilgangurinn er með þessum áróðri gegn útlendingum. Ef  einhver skynsemi er í þessu áróðri hlýtur tilgangurinn að vera sá að fækka útlendingum og senda eitthvað af þeim út aftur. Framfaraflokkurinn í Noregi hafði slíka stefnu á stefnuskrá sinnig og fékk mikið fylgi út á það.

Menn þurfa að gera sér það ljóst,að erlendur vinnukraftur er orðinn nauðsynlegur íslensku atvinnulífi. Ekki er unnt að reka fiskvinnsluna nema með erlendu vinnuafli. Íslendingar fást ekki lengur til þess að vinna í fiski. Hið sama gildir um ýmis konar þjónustustörf eins og þrif og umönnun á hjúkrunarheimilum og spítölum. Kaupið er svo lágt í þessum störfum,að Íslendingar fást ekki í þau nema  að mjög takmörkuðu leyti.Það verður að stórhækka kaupið í þessum þjónustustörfum,ef Íslendingar eiga að fást í þau, Ekki verður séð,að slík kauphækkun gerist í bráð.

Ísland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu og  um leið að sameiginlegum vinnumarkaði EES.Af því leiðir að erlent vinnuafl frá EES löndum gefur komið hingað óhindrað inn og fengið vinnu án atvinnuleyfis.Það  þýðir því ekki að amast við því. Annað gildur með vinnuafl frá Asíu eða öðrum löndum utan EES en svo virðust sem Íslendingar séu fegnir að fá vinnuafl frá Thailandi  eða öðrum Asíulöndum til þess að vinna hér ýmis lágtlaunuð þjónustustörf sem þeir vilja ekki vinna sjálfir.Það er því alveg út í hött að   reka harðan áróður gegn erlendu vinnuafli á meðan við getum ekki rekið  atvinnuylífið án þess.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband