Verða eftirlaunalögin felld úr gildi?

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að unnið sé að endurskoðun laga um eftirlaun ráðherra og þingmanna á grundvelli stjórnarsáttmálans. Hægt sé að afgreiða málið fyrir þinglok ef samstaða er um það á Alþingi.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sagði um helgina að til stæði að breyta hinum umdeildu lögum um eftirlaun ráðherra og þingmanna sem samþykkt voru í árslok 2003. Einkum sé horft til að færa eftirlaunin nær því sem gengur og gerist hjá almenningi.

Geir H. Haarde segir að unnið sé að breytingum á frumvarpinu í forsætisráðuneytinu. Aðalbreytingin verði sú að menn geti ekki verið á launum hjá því opinbera og þegið eftirlaun á sama tíma.

Reynt var að gera breytingar á þessum lögum á síðasta kjörtímabili þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru í samstarfi. Ekki náðist samkomulag um breytingar þá.

Þetta eru ánægjulegar fréttir. Vænanlega næst það fyrir þinglok að afgreiða þetta mál. Það þarf að afnema með öllu sérréttindi  ráðherra,þingmanna og annarra í eftirlaunamálum. Það er svívirða að þessir menn skuli hafa skammtað  sér meiri eftirlaun en  aðrir þegnar þessa lands njóta.Þeir njóta margfaldra réttinda.Það verður að afnema þau.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband