Einkaneysla dregst saman um 10% á 2 árum

Miðað við þær vísbendingar sem nú liggja fyrir bendir allt til þess að einkaneysla hafi vaxið á 1 ársfjórðungi 2008. En skjótt skipast veður í lofti og framundan er tveggja ára samdráttur í einkaneyslu sem mun nema allt að 10%.

Þetta kemur fram í hálffimm fréttum Kaupþings. Þar segir ennfremur að gert sé ráð fyrir því að einkaneysla dragist saman um 2,8% í ár og um 7,5% á því næsta - sem verður þá mesti samdráttur í einkaneyslu frá árinu 1975.

„Á árinu 2010 er gert ráð fyrir að umsvif í hagkerfinu taki við sér á ný og að vöxtur einkaneyslu muni mælast í kringum 4%," segir í hálffimm fréttum Kaupþings.

Miðað við 30% gengislækkun krónunnar og 15,5% stýrivexti Seðlabankans þarf það ekki að koma á óvart að einkaneysla dragist saman.Það er hins vegar undrunarefni,að neyslan dragist ekki saman strax  á  1. ársfjórðungi  2008.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband