Málflutningi í Baugsmáli lýkur í dag

Síðari dagur málflutnings í Baugsmálinu svonefnda í Hæstarétti er í dag. Í gær flutti Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, sína ræðu en í dag flytja verjendur sakborninganna þriggja ræður.

Gestur Jónsson er verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, stjórnarformanns Baugs, Jakob R. Möller er verjandi Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs og Brynjar Níelsson er verjandi Jóns Geralds Sullenbergers, fyrrverandi viðskiptafélaga Baugsmanna.

Sigurður Tómas lagði í gær m.a. áherslu á sönnunargildi þeirra tölvubréfa sem fyrir lægju í málinu. Sagði hann engar vísbendingar hafa komið fram um að tölvubréfin væru fölsuð og átta sérfræðingar hefðu sannreynt það. Því teldi hann að um mjög áreiðanleg gögn væri að ræða.

Almenningur er orðið þreyttur á Baugsmálinu og fjölmiðlar einnig. Væntanlega lýkur málinu fljótlega með dómi. Að vísu hefur það heyrst,að Hæstiréttur vísi ef til vill málinu aftur til  héraðsdóms og biðji um frekari rök í vissum liðum.En mál þetta er vissulega eitt furðulegasta dómsmál hér á landi. Upphaflega sakarefnið,sem hratt málinu af stað er löngu úr sögunni. Og ef allt hefði verið með felldu hefði málið þá verið fellt niður. Nei,þá var farið að grafa eftir nýjum sakarefnum. Og Rannsóknarlögreglustjóri og ákæruvaldið taldi sig hafa fundið ný sakarefni,sem kæra  mátti.Hvað ætli mörg ´fyrirtæki hér þyldu margra ára rannsókn  og " gröft" eins og Baugur hefur mátt þola.Þau væru ekki mörg.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 

 


mbl.is Síðari dagur málflutnings í Baugsmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband