Fimmtudagur, 15. maí 2008
Meirihlutinn á Akranesi féll vegna flóttamanna frá Írak
Miklar sviptingar urðu í bæjarpólitíkinni í Akranesbæ í gær, en þá gekk Karen Jónsdóttir, fulltrúi lista Frjálslyndra og óháðra í bæjarstjórn, til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Einnig gekk Gísli S. Einarsson, ráðinn bæjarstjóri, í Sjálfstæðisflokkinn. Gísli hefur verið óflokksbundinn um nokkurt skeið, en var áður í Samfylkingu
Með Karen innanborðs hefur Sjálfstæðisflokkurinn hreinan meirihluta í bæjarstjórn eða fimm fulltrúa af níu. Mun áfram verða starfað samkvæmt málefnasamningi Sjálfstæðisflokks og F-lista.
Ákvörðun Karenar og Gísla virðist aðallega koma sem viðbragð við ummælum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varafulltrúa F-lista, í bæjarstjórn en hann er jafnframt formaður félagsmálaráðs bæjarins og menningar- og safnanefndar. Hefur verið tekin ákvörðun um að kjósa aftur í nefndir bæjarins og þykir víst að Magnúsi Þór verði skipt út.
Mér var stillt upp við vegg á síðasta bæjarmálafundi, og þetta er í raun niðurstaðan af því, segir Karen um ákvörðun sína, en vill ekki greina nánar frá atburðum fundarins. Hún segir þó að það sem fyllt hafi mælinn hafi verið afstaða Magnúsar Þórs til ákvörðunar Akraneskaupstaðar um að taka við hópi 30-60 palestínskra flóttamanna en hann hefur gagnrýnt þá ákvörðun harðlega.
Magnús Þór Hafsteinsson tók mjög harða afstöðu gegn móttöku 30 flóttamanna frá Írak til Akraness.Hann hefur áður verið mjög neikvvæður gagnvart innflutningi margra útlendinga.Minnihlutinn í borgarstjórn Rvíkur lagði til að Reykjavík tæki við umræddum flóttamönnum og sagði óheppilegt að koma þeim fyrir á Akranesi,þar sem þeir væru ekki velkomnir. En nú er málið væntanlega leyst á Akranesi með því að Karen,fulltrúi frjálslyndra í bæjarstjórn hefur gengið í Sjálfstæðisflokkinn. Þá er Sjálfstæðisflokkurinn kominn með hreinan meirihluta.
Björgvin Guðmundsson
Sviptingar á Akranesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.