Fimmtudagur, 15. maí 2008
Engin samstaða um eftirlaunaólögin á alþingi
Ögmundur Jónasson þingmaður VG spurði Ingibjörgu Sólrúnu um eftirlaunamálið á alþingi í morgun. Sagði hann,að Valgerður Bjarnadóttir hefði flutt frv. um að afnema eftirlaunalögin og spurði hvort Ingibjörg Sólrún styddi það. Ingibjörg Sólrún sagði,að frv. Valgerðar kvæði ekki á um afnám umræddra laga heldur breytingu á þeim. Þetta snérist m..a. um það hvort menn vildu afnema það ákvæði,að menn gætu haft bæði eftirlaun og laun frá ríkinu. Slíkt vildi almenningur ekki. Sif Friðleifsdóttir spurði hvort ná ætti samstöðu um þetta mál á alþingi og hvað hún umræður Ingibjargar Sólrúnar um málið í fjölmiðlum ekki til þess fallið að greiða fyrir samkomulagi um málið. Urðu hörð orðaskipti um málið milli Sifjar og Ingibjargar Sólrúnar um þetta mál og ekki að heyra að neitt samkomulag sé í augsýn.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:30 | Facebook
Athugasemdir
Pólitíska spurningin er þessi: Er betra að ná samkomulagi um minna eða bíða haustsins og taka meir inn. Í dag eru Íslendingar á afar mismunandi lífeyriskjörum. Ætti þess vegna að vera einn lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn? Afnám tvöfaldra lífeyrisréttar er ekki stjórnarskrárbrot. Þetta er frestun á töku lífeyris á meðan viðkomandi embættismaður er virkur í starfi. Get ekki séð fyrir mér að Svavar Gestsson og Ólafur Ragnar Gímsson sæki rétt sinn fyrir dómstóla.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 11:37
Það er aðeins ein fyrir ISG út úr þessum ógöngum. Hún er þessi. Afnema þessi sérréttindi að hluta og skattur af líeyrisgreiðsum til allra eftirlaunaþega verði 10% ASÍ getur ekki hafnað því. Kv. Gísli Hjálmar Ólafsson
Gísli Hjálmar Ólafsson (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 12:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.