Fimmtudagur, 15. maí 2008
Þingmál sent til umsagnar áður en alþingi tók það á dagskrá
Nokkuð uppnám varð á Alþingi undir hádegi eftir að Ásta Möller, formaður heilbrigðisnefndar Alþingis upplýsti, að hún hefði þegar sent frumvarp um sjúkratryggingar til umsagnar fyrir hvítasunnu en fyrsta umræða um frumvarpið hófst í dag.
Ásta sagðist hafa sent frumvarpið til umsagnar til ýmissa aðila í eigin nafni sem formaður nefndarinnar eftir leiðbeiningar frá nefndasviði Alþingis, sem hefði upplýst að fordæmi væru fyrir slíku enda hefði málið verið komið fram í þinginu. Myndu umsagnir liggja fyrir á fundi heilbrigðisnefndar á þriðjudag.
Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, krafðist þess að hlé yrði gert á þingfundi og boðaður fundur með formönnum þingflokka til að ræða þetta mál. Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, sagðist lýsa því yfir að hún væri ekki reiðubúin til vinna með formanni heilbrigðisnefndar að framgangi þessa máls. Sagðist hún telja að freklega væri á sér brotið með vinnubrögðunum og vísaði m.a. til þess, að frumvarpið, sem væri afar viðamikið, hefði verið tekið inn á dagskrá með afbrigðum þar sem það kom fram of seint.
Valgerður Sverrisdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, sagði að sér ofbyði vinnubrögðin. ætti að keyra það í gegn. Sagðist Valgerður ekki minnast þess, á 20 ára þingferli, að formaður þingnefndar hefði komið svona fram gagnvart þinginu.
Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði að vinnubrögðin væru fáránleg og traðkað væri á þingræðinu. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði hins vegar mjög jákvætt, að umsagnaraðilar hefðu fengið rúman tíma til að fjalla um málið.
Eftir nokkrar umræður um fundarstjórn forseta kallaði Magnús Stefánsson, varaforseti Alþingis, þingflokksformenn á fund.
Strangt til teklið má nefndarformaður ekki senda mál til umsagnar,sem ekki hefur verið tekið á dagskrá alþingis. Málið er ekki þingtækt fyrr en það hefur verið tekið á dagskrá. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sögðu,að þingsköp hefðu verið brotin með því að senda málið út til umsagnar áður en það var tekið á dagskrá og þingtækt. Var fulltrúum stjórnarandstöðunnar mjög heitt í hamsi út af máli þessu.
Björgvin Guðmundsson
Frumvarp sent til umsagnar áður en það var rætt á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.