Misréttið varðandi eftirlaun verður að afnema

164 fyrrverandi þingmenn og ráðherrar þáðu eftirlaun í fyrra, samtals um 250 milljónir króna. 15 eru jafnframt í launaðri vinnu frá ríkinu.

Þetta kemur fram í svari Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins við fyrirspurn fréttastofu RUV. 35 fyrrverandi ráðherrar fengu greidd eftirlaun í fyrra, samtals nærri 50 milljónir króna. 6 þeirra voru jafnframt í launuðu starfi hjá ríkinu. 129 óbreyttir þingmenn þáðu eftirlaun frá sjóðnum, samtals rúmar 200 milljónir króna. 9 þeirra voru á sama tíma í launuðum störfum hjá ríkinu.

Ekki er ljóst hversu stór hluti fyrrverandi ráðherra og þingmanna er í launaðri vinnu hjá öðrum en ríkinu, á sama tíma og þeir fá greiddan lífeyri, en þeim er það heimilt samkvæmt lögum um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara frá því í desember 2003. Fréttastofa hefur óskað eftir slíkum upplýsingum frá yfirvöldum en ekki fengið.

Allt frá árinu 1965 hefur sá möguleiki verið til staðar að alþingismenn og ráðherrar taki eftirlaun, jafnframt því að vera í öðrum störfum , hvort sem er hjá ríki eða einkaaðilum, en þessi heimild var verulega rýmkuð með nýju eftirlaunalögunum 2003.

Þessar eftirlaunareglur eru alger óhæfa. Það er að sjálfsögðu alger óhæfa,að fyrrverandi  ráðherrar  og þingmenn geti verið  með há  eftirlaun um leið og þeir eru jafnframt í launuðum störfum hjá ríkinu.Það þarf að afnema þau lög,sem heimila slíkt.Þessir menn eiga að lúta sömu reglum til eftirlauna  eins og  aðrir þegnar þjóðfélagsins.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband