Föstudagur, 16. maí 2008
Íbúðaverð fer lækkandi
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu, sem Fasteignamat ríkisins reiknar út, lækkaði í apríl um 1,7 prósent frá fyrra mánuði. Síðastliðna 3 mánuði lækkaði vísitalan um 3 prósent og síðastliðna 6 mánuði hefur vísitalan lækkað um 3 prósent. Ef litið er til síðustu tólf mánaða hefur vísitala íbúðaverðs samt hækkað um sjö prósent, enda fór íbúðaverð ekki að lækka fyrr en í ár. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs.
Lækkun íbúðaverðs er ekki í neinu samræmi við spá Seðlabankans en bankinn spáði því að verð á íbúðum mundi lækka um 30% á 2 árum. Ekki eru neinar líkur á að það gangi eftir.En margir hafa kippt að sér hendinni við íbúðarkaup undanfarið,vegna umræðunnar um samdrátt og kreppu,vegna væntanlegs afnáms stimpilgjalda við kaup á fyrstu íbúð og vegna verðhækkana á öllum innfluttum vörum.Það var óskynsamlegt hjá ríkisstjórninni að' tilkynna með löngum fyrirvara að afnema ætti stimpilgjöld. Slík ráðstöfun á að taka gildi um leið og hún er tilkynnt.Margir biða með íbúðarkaup eftir afnámi stimpilgjalda á fyrstu íbúð og ef margir koma inn á markaðinn í einu getur það haft áhrif á verðið.
Björgvin Guðmundsson
Verð á íbúðum lækkar áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.