Föstudagur, 16. maí 2008
Lækka þarf skatta á tekjur úr lífeyrissjóði
Fyrir síðustu alþingiskosningar barðist Samfylkingin fyrir því að skattar á lífeyrissjóðstekjur yrðu lækkaðir. Samfylkingin sagði: Lífeyrissjóðstekjur eru ævisparnaður lífeyrisþegans. Samfylkingin ætlar að afnema óréttláta skattlagningu á slíkan sparnað. Samfylkingin leggur því til,að greiðslur úr lífeyrissjóðum beri 10% skatt í stað 35,72% tekjuskatt. Lífeyrisþegar munu eftir sem áður njóta sama persónuafsláttar og aðrir.
Best væri að skattur á lífeyrissjóðstekjur væri hinn sami og skattur á fjármagnstekjur eða 10% eins og Samfylkingin fór fram á. En ef það næst ekki fram í samningum við Sjálfstæðisflokkinn þarf a.m.k. að lækka skattinn í 10% af þeim hluta lífeyrissjóðstekna,sem telst fjármagsntekjur.Það er réttlætismál.
Það er til skammar hvernig stjórnvöld hafa farið með ævisparnað launþega,sem liggur í lífeyrissjóðunum. Mönnum er refsað harðlega fyrir að hafa greitt í lífeyrissjóði alla ævi.Það er ekki aðeins að tekjur úr lífeyrissjóðum séu skattlagðar að fullu eins og launatekjur heldur eru bætur almannatrygginga skertar,ef ellilífeyrirþegi hefur tekjur úr lífeyrissjóði.Maður,sem hefur 50 þús. kr. á mánuði úr lífeyrissjóði heldur í raun ekki nema helmingi af þeirri upphæð þar eða bætur almannatrygginga eru lækkaðar vegna þessara tekna úr lífeyrissjóði um ca, 25 þús. á mánuði!Þannig er farið með hinn venjulega launamann,sem kominn er á eftirlaun á sama tíma og fyrrverandi ráðherrar,þingmenn og dómarar eru á margföldum eftirlaunum og geta verið í launuðu starfi hjá ríkinu um leið og þeir taka eftirlaun!
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.