Föstudagur, 16. maí 2008
Lausafjárstaða Seðlabankans styrkt
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir í yfirlýsingu, að tvíhliða gjaldmiðlaskiptasamningar milli seðlabanka Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Íslands séu mikilvægt skref í átt að ofangreindum markmiðum. Frekari aðgerðir til að styrkja erlenda lausafjárstöðu Seðlabankans séu í undirbúningi.
Seðlabankinn tilkynnti um samningana í dag og segir þá vera viðbúnaðarráðstöfun og veiti Seðlabanka Íslands aðgang að evrum gerist þess þörf. Hver samningur um sig veitir aðgang að allt að 500 milljónum evra, jafnvirði 60 milljarða króna, gegn íslenskum krónum. Seðlabanki Íslands getur dregið á samningana þegar og ef nauðsyn krefur.
Ofangreindir samningarnir auka verulega aðgang Seðlabankans að erlendu lausafé og mun bankinn auka þann aðgang enn frekar á næstunni.
Geir segir í yfirlýsingu, að ríkisstjórnin og Seðlabanki Íslands hafi að undanförnu undirbúið margvíslegar aðgerðir til að styrkja aðgang Seðlabankans að erlendu lausafé og efla traust á íslenskt fjármálakerfi og efnahagslíf. Gjaldmiðlaskiptasamningarnir séu mikilvægt skref í átt að ofangreindum markmiðum.
Fagna ber þessum mikilvægu samningum við seðlabanka hinna Norðurlandanna.Þessir samningar veita hver fyrir sig aðgang að allt að 60 milljörðum króna og munu styrkja mikið lausafjárstöðu Seðlabankans. Væntanlega munu þessir samningar lækka skuldatryggingarálag bankanna erlendis.
Björgvin Giðmundsson
Mikilvægt skref | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:22 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.