Föstudagur, 16. maí 2008
Krónan styrkist um 3,47%
Gengi krónunnar tók stökkið snemma í morgun og styrktist um 3,47 prósent eftir að Seðlabanki Íslands tilkynnti um að hann hefði gert tvíhliða gjaldeyrisskipasamning við seðlabanka Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur.
Gengið sveiflaðist talsvert í kjölfarið en styrkingin nemur rúmum þremur prósentum.
Þegar mest lét stóð gengisvísitala krónunnar í 148,7 stigum. Bandaríkjadalur fór í 74,4 krónur, breskt pund í 145 krónur og ein evra í 115,4 krónur.
Samningarnir veita Seðlabankanum aðgang að 1,5 milljörðum evra, jafnvirði 175 milljarða íslenskra króna. Samningurinn eykur verulega verulega aðgang Seðlabankans að erlendu lausafé en stefnt er að því að auka hann á næstunni.Það er ánægjulegt,að eitthvað af gengisfallinu gengur nú til baka eftir að búið er að gera gjaldeyrisskiptasamning við norræna seðlabanka.Alls mun krónan hafa fallið um 30% frá áramótum en það þýðir 40% hækkun á verði erlends gjaldeyris.Krónan þarf því enn að styrkjast mikið.
Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.