Föstudagur, 16. maí 2008
Verið að styrkja stoðir fjármálakerfisins
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, segir að tvíhliða gjaldmiðlaskiptasamningar milli seðlabanka Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Íslands séu mikilvægur áfangi til að efla traust á íslensku fjármálakerfi og tryggja fjármálastöðugleika í landinu.
Ingibjörg segir í yfirlýsingu, að ríkisstjórn og Seðlabanki hafi undanfarið unnið hörðum höndum að margþættum aðgerðum til að styrkja stoðir fjármálakerfisins og koma réttum og skýrum skilaboðum á framfæri til þeirra sem fylgjast með á erlendri grundu. Undirstöður íslensks fjármálakerfis séu sterkar og samningarnir við hina norrænu banka styrki þær enn frekar.
Þá segir Ingibjörg Sólrún, að unnið sé að skipulagsbreytingum hér heima sem ætlað sé að auka efnahagslegan stöðugleika. Þá liggi fyrir að félagslegt hlutverk Íbúðalánasjóðs verði eflt og gert skýrara en samkeppnisskilyrði á húsnæðismarkaði um leið jöfnuð.
Í tengslum við samninga við norræna Seðlabanka er mikið rætt um breytingar á Íbúðalánasjóði. Ég vænti þess að ekki verði látið undan markaðsöflunum og Íbúðalánasjóði breytt í heildölubanka. Íbúðalánasjóður er alveg nauðsynllegur eins og ástandið er nú í húsnæðismálunum.
Björgvin Guðmundsson
Samningur eflir traust og tryggir fjármálastöðugleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er ömurlegt og neyðarlegt fyrir okkur Íslendinga. Þetta kemur í sögubækurnar eins og Kópavogsfundurinn forðum. Harður dómur yfir hagstjórn síðustu ára.
Hér skríðum við heim með víxil frá frændum okkar á Norðurlöndum sem skera okkur niður úr snörunni. Við getum bara auðmjúklega þakkað þeim og skammast okkar.
Núna verðum við að herða sultarólina. Eyðslufylleríið er búið. Vextirnir verða að vera háir til að verja gengið. Markaðsverð á húsnæði á eftir að hrynja það er í raun óumflýjanlegt. Verðið er uppskúfað og ekki í neinum tengslum við kaupmátt. Það er offramboð á húsnæði, háir vextir/verðtrygging vegna verðbólgu, minnkað framboð á lánsfé og búast má við stórlega minnkuðum kaupmætti vegna gengisfalls krónunnar. Að halda fram einhverju öðru en stórfeldu verðfalli er algjört kjaftæði. Verð á húsnæði er ekki ákveðið í Seðlabankanum, það er ákveðið á markaðnum. Og að ausa inn lánsfé til að blása lífi í þetta er gjörsamlega út í hött.
Ríkissjóði er spáð 7% halla frá 2010 vegna lækkaðra veltuskatta eftir spá Seðlabankans. Ef ríkið á að taka þátt í að niðurgreiða lánsfé sem síðast en ekki síst verður að koma erlendis frá grefur undan krónunni sem síðan hækkar vaxtastigið.
Það verður bara að láta markaðinn rétta þetta upp og það gæti þýtt 30-60% fall á raunvirði húseigna á næstu 2 árum.
Það er ekki hægt að lána sig frá raunveruleikanum. Það er gjörsamlega veruleikafyrrt að fólk geti staðið undir 4-8 földum árstekjum sem lán. Það á ekki að vera í hlutverki ríkisins að halda uppi of háum fasteignamarkaði eða gera fólk að lánaþrælum.
Gunn (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.