Stórbæta þarf kjör umönnunarstétta

Fulltrúar Starfsgreinasambandsins áttu fund með ráðherrum í morgun þar sem farið var yfir stöðu kjaraviðræðna við samninganefnd ríkisins.

Fram kemur á heimasíðu sambandsins, að fundurinn hafi verið mjög jákvæður en skipst hafi verið á skoðunum um þau sameiginlegu markmið sambandsins og ríkisins að hækka þurfi sérstaklega laun þeirra sem starfa við ummönnun og vinna að auknum kaupmætti þeirra sem vinna láglaunastörfin.

Starfgreinasambandið lagði áherslu á að ljúka þyrfti kjaraviðræðum sem fyrst og segir að ríkisstjórnin hafi undir þau sjónarmið. Gert er ráð fyrir að viðræður hefjist fyrir alvöru við samninganefnd ríkis um helgina og að reynt verði að ná samningi fljótlega.

Ráðamenn hafa talað mikið um það,að bæta þurfi kjör umönnunarstétta. Nú er komið að því sð semja ium kjör þeirra og  þá þarf að standa við stóru orðin. Kjör umönnunarstéttanna eru til skammar. Það verður að stórbæta þau. Verði Það ekki gert fást engir Íslendingar til starfa við þessi störf og við getum ekki alltaf treyst á það að fá útlendinga í þau.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Starfsgreinasambandið á fundi með ráðherrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Júlíus Grímsson

Alveg hjartanlega samála afhverju höfum við samvisku í það að láta forledara okkar í hendur þeirra sem tala ekki tungumál þeirra, hversu langt verður þanngað til leikskólar og skólar verða þannig ef fram heldur sem horfir.

þetta er stéttir sem skapa gurninn af því þjófélagi sem við búum í og eru búin að mennta að því marki, og ættu að sjálfsögðu að fá laun sem því neimur. En það þarf líka að taka til í kerfinu svo það sé hægt t.d. að taka í burtu æfiráðningar og einungis hæft fólk sé í þessum stöðum. Það á ekki að vera nóg að fólk sé búið að læra til kennara, sjúkraliða eða eithvað í þá veru við eigum að fá virkilega hæfa einstaklinga í þessi störf og borga þeim VEL.

Kv. 

Björn Júlíus Grímsson, 17.5.2008 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband