Þrengt að rétti manna til þess að fá gjafsókn

Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður segir nýlega reglugerð Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um skilyrði gjafsóknar þrengja aðgengi einstaklinga að dómstólum enn frekar en gert var með lagabreytingu árið 2005. „Tekjumörkin í reglugerðinni eru bara út í hött. Höfundur þessarar reglugerðar, hver sem hann er, er greinilega algjörlega á móti gjafsóknarfyrirbrigðinu yfirhöfuð,“ segir Ragnar.

 

Í reglugerðinni er gert ráð fyrir að aðeins einstaklingar með tekjur upp á 130 þúsund krónur og minna eigi möguleika á gjafsókn. „Þetta er til þess að draga úr réttarvernd borgaranna gagnvart ríkinu,“ segir Ragnar.

 

Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna og lögmaður, tekur undir með Ragnari. „Flestar málsóknir eru ofviða mönnum sem hafa undir 300 þúsund krónur í tekjur og stærri málsóknir kalla á meiri tekjur,“ segir hann.

Óskiljanlegt er hvers vegna Björn Bjarnason ráðherra hefur þrengt svo mjög möguleikann á þvi að fá gjafsókn.Hér er í raun verið að  þrengja að mannréttindum,þar eð ófært er að það fari eftir efnahag manna hvort þeir geti farið í mál eða ekki. Ragnar Aðalsteinsson hrl. telur,að það stríði gegn lögunum að þrengja réttinn til gjafsóknar svo mjög sem reglugerð ráðherra gerir.Það verður að rýmka reglugerðina verulega e'ða fella hana úr gildi.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Þrengt að réttinum til gjafsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband