Til hamingju með daginn,Norðmenn!

Í dag er þjóðhátíðardagur Norðmanna. Af því tilefni óska ég Norðmönnum og vinum Norðmanna til hamingju með daginn.Ég bjó í tæp 3 ár í Noregi og kynntist þá vel Norðmönnum og Noregi. Mér þykir vænt  um Norðmenn og  deili ekki skoðunum með þeim Íslendingum,sem ala á óvild í garð Norðmanna. Þeir Norðmenn,sem ég kynntist, voru kurteisir og alúðlegir  og vingjarnlegri en Íslendingar við fyrstu kynni. Það er mjög skemmtilegt í Óslo og borgin þolir í dag alveg samjöfnuð við Kaupmannahöfn. Akerbrygge er mjög skemmtileg og Karl Johan að sjálfsgögðu  einnig.Það er ánægjulegt hvað Norðmönnum hefur gengið vel í efnahags-og atvinnumálum undanfarna áratugi. Olíugróðinn gerði Norðmönnum mögulegt að greiða upp allar erlendar skuldir sínar.Í dag situr við völd í Noregi ríkisstjórn undir forustu   Jens Stoltenberg, leiðtoga norskra jafnaðarmanna.Hann stýrir landinu styrkum höndum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband