Borgarstjóraembættið 100 ára

Aldarafmælis embættis borgarstjóra var minnst í dag með opnun sýningarinnar „Kæri borgarstjóri...“ í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.

Hinn 7. maí síðastliðinn voru 100 ár liðin frá því fyrsti borgarstjórinn var kjörinn í embætti í Reykjavík. Þá var Páll Einarsson, sýslumaður í Hafnarfirði, kjörinn borgarstjóri til sex ára.

Alls hafa 19 einstaklingar setið í stóli borgarstjóra á þessum 100 árum. Ellefu einstaklingar sem gegnt hafa embætti borgarstjóra eru á lífi í dag og lögðu þeir allir sitt af mörkum til sýningarinnar.

Meðan ég sat í borgarstjórn starfaði ég með 3 borgarstjórum,Geir Hallgrímssyni,Birgi Ísl. Gunnarssyni og  Agli Skúla Ingibergssyni.Allt voru þetta hinir bestu borgarstjórar og hæfileikaríkir menn.Egill Skúli var embættismaður en  Geir og Birgir Ísl. stjórnmálamenn.Ég sá  í sjónvarpinu,að  margir af fyrrverandi borgarstjórum voru mættir,þegar sýningin "Kæri  borgarstjóri",var opnuð.Einnig sá ég Alfreð Þorsteinssyni,fyrrverandi borgarfulltrúa, bregða fyrir. 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Embætti borgarstjóra 100 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband