Laugardagur, 17. maí 2008
Borgarstjóraembættið 100 ára
Aldarafmælis embættis borgarstjóra var minnst í dag með opnun sýningarinnar Kæri borgarstjóri... í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.
Hinn 7. maí síðastliðinn voru 100 ár liðin frá því fyrsti borgarstjórinn var kjörinn í embætti í Reykjavík. Þá var Páll Einarsson, sýslumaður í Hafnarfirði, kjörinn borgarstjóri til sex ára.
Alls hafa 19 einstaklingar setið í stóli borgarstjóra á þessum 100 árum. Ellefu einstaklingar sem gegnt hafa embætti borgarstjóra eru á lífi í dag og lögðu þeir allir sitt af mörkum til sýningarinnar.
Meðan ég sat í borgarstjórn starfaði ég með 3 borgarstjórum,Geir Hallgrímssyni,Birgi Ísl. Gunnarssyni og Agli Skúla Ingibergssyni.Allt voru þetta hinir bestu borgarstjórar og hæfileikaríkir menn.Egill Skúli var embættismaður en Geir og Birgir Ísl. stjórnmálamenn.Ég sá í sjónvarpinu,að margir af fyrrverandi borgarstjórum voru mættir,þegar sýningin "Kæri borgarstjóri",var opnuð.Einnig sá ég Alfreð Þorsteinssyni,fyrrverandi borgarfulltrúa, bregða fyrir.
Björgvin Guðmundsson
Embætti borgarstjóra 100 ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.