Sunnudagur, 18. maí 2008
Ekkert gerist í samningum við BSRB
Aðalfundur BHM lýsir yfir áhyggjum vegna þeirrar pattstöðu sem samningaviðræður við ríkið eru komnar í. Það er óásættanlegt að samninganefndir aðildarfélaga bandalagsins mæti á fund eftir fund með samninganefnd ríkisins án þess að nokkrar eiginlegar viðræður eigi sér stað. Þessi kyrrstaða í samningamálunum er alfarið á ábyrgð fjármálaráðherra. Aðildarfélögum BHM er enn boðið upp á samning með forsenduákvæði sem þegar er brostið og því er það skýlaus krafa aðalfundar að fjármálaráðherra veiti samninganefnd sinni umboð til að ræða um samningsmarkmið sem sátt gæti náðst um.
Þannig hljóðar ályktun BSRB. Það er eðlilegt að samninganefnd samtakanna samþykki ekki samninga sem eru orðnir úreltir. Sannleikurinn er sá,að samningar þeir,sem ASÍ og SA gerðu eru alveg orðnir úreltir,þar eð verðbólgan hefur étið upp alla kauphækkunina,sem þessir aðilar sömdu um og meira til. Ljóst er að þeim samningum verður sagt upp strax um áramót.Innan BSRB er mikið af umönnunarstéttum,sem ráðamenn hafa talað um að bæta kjörin hjá. Nú er komið að því og enda þótt efnahagsástand sé ótryggt verður ekki komist hjá því að tryggja rekstur spítalanna og annarra þjónustustofnana og bæta kjör umönnunarstétta verulega.
Björgvin Guðmundsson
Bj
BHM lýsir ríkisstjórn ábyrga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.