Eiga Íslendingar að taka á móti flóttamönnum?

Nokkrar umræður hafa orðið um þá ákvörðun Íslendinga að taka á móti 30  flóttamönnum frá Írak. Eru það konur og börn frá Palestínu,sem dvalist hafa í mörg ár í flóttamannabúðum við erfiðar aðstæður.Ákveðið hefur verið að flóttamönnunum verði komið fyrir á Akranesi og hafa bæjaryfirvöld þar samþykkt að taka á móti flóttamönnunum.Á Akranesi  hafa orðið miklar deilur um mál þetta. Magnús Þór Hafsteinsson formaður félagsmálaráðs Akranes og varabæjarfulltrúi frjálslyndra  þar lagðist gegn móttöku flóttamannanna á Akranesi og taldi,að of skammur tími væri til undirbúnings þess að taka á móti þeim en auk þess biðu 25 fjölskyldur á Akranesi  eftir húsnæði og nær væri að aðstoða þær. Mál þetta var rætt í Silfri Egils í gær og þar spurði Egill Helgason Magnús Þór hvort hann væri ekki að reyna að fá atkvæði  út á það að vera á móti erlendum flóttamönnum. Magnús Þór neitaði því.

Nokkur sveitarfelög hér á landi hafa tekið á móti flóttamönnum,þar á meðal Ísafjörður og hefur það gengið vel. Ekki verður séð,að það ætti að vera neitt erfiðara fyrir Akranes að gera það. Ísland er eitt ríkasta land í heimi. Ísland getur því ekki skorast undan því að taka á móti heimilislausum flóttamönnum eins og önnur vel stæð  ríki gera.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband