Kemst Ísland áfram í Eurovision?

Fyrri forkeppninni í Eurovision söngvakeppninni í Belgrad er nú lokið. Að venju var um glæsilega sýningu að ræða og í kvöld voru valin 10 lög sem komast í aðal keppnina nk. laugardag. Meðal þjóðanna sem komust áfram voru Norðmenn og Finnar.

 

Þau lönd sem komust áfram voru: Grikkland, Rúmenía, Bosnía og Hersegóvína, Finnland, Rússland, Ísrael, Aserbaidjan, Armenía, Pólland og Noregur. Athygli vakti að írski kalkúnninn Dustin komst ekki áfram í úrslit keppninnar og raunar var púað á hann þegar hann lauk við lag sitt í kvöld.

Síðari forkeppnin fer fram á fimmtudag og þá stígur Eurobandið fyrst á svið og flytur íslenska lagið, This is my Life.

Það verður spennandi að sja hvort íslenska lagið kemst áfram annað kvöld. Íslendingar hafa lengi mátt búa við það að vera neðarlega i Eurovision.Þeim finnst kominn tími til að þeir hækki á listanum. Lagið This is my life  er ágætt og ætti skilið að vera í   einhverjum af  10 efstu sætunum.

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Noregur og Finnland áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband