Miðvikudagur, 21. maí 2008
Kaupmáttur launa hefur minnkað um 3% sl. 12 mánuði!
Kaupmáttur launa hefur rýrnað um rúm þrjú prósent síðustu tólf mánuði ef mið er tekið af þróun launavísitölu og verðbólgu.
Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar hækkaði launavísitalan um 0,9 prósent milli mars og apríl í ár en í hækkuninni gætir áhrifa kjarasamninga landssambanda og stærstu aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem undirritaðir voru fyrr á þessu ári.
Þegar hins vegar er horft til síðustu tólf mánaða hefur launavísitalan hækkað um 8,2 prósent en verðbólga á sama tíma er 11,8 prósent og því um kaupmáttarrýrnun að ræða í landinu.
Þessar tölur tala sínu máli. Þær leiða í ljós,að það er ekki aðeins að kauphækkunin frá því febrúar sé rokin út í veður og vind heldur er um rýrnun kaupmáttar að ræða ef litið er á sl. 12 mánuði.Það er ekkert gagn í að semja um kauphækkun,ef hún er tekin til baka daginn eftir með gengislækkun. Það verður að fara nýjar leiðir í kjaarabaráttunni. Verður ef til vill að taka upp víistölukerfi á ný,þannig að launþegar fái uppbætur jafnóðum ef verðlag hækkar mikið.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.