Fimmtudagur, 22. maí 2008
Fulltrúi Akraness í OR óánægður með að hætt sé við Bitruvirkjun
Gunnar Sigurðsson, fulltrúi Akraneskaupstaðar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, gagnrýndi sameiginlega bókun fulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingarinnar vegna Bitruvirkjunar á stjórnarfundi í fyrradag og sagði hana ganga þvert gegn hagsmunum Orkuveitu Reykjavíkur og eiganda hennar.
Í bókun Svandísar Svavarsdóttur og Sigrúnar Elsu Smáradóttur er áliti Skipulagsstofnunar fagnað þar sem tekið sé undir þau sjónarmið að fyrirhuguð virkjun sé ekki ásættanleg vegna verulegra, óafturkræfra áhrifa á landslag, útivist og ferðaþjónustu. Rétt væri að falla frá öllum áformum um virkjun á svæðinu þótt ánægjulegt sé að stjórnin samþykki að hætta undirbúningi virkjunar og fresta framkvæmdum.
Mér er óskilanlegt að niðurstöðu Skipulagsstofnunar sé fagnað í ofangreindri bókun, segir í bókun Gunnars. Hún gengur þvert gegn hagsmunum Orkuveitu Reykjavíkur og eiganda hennar.
Ég skil vel sjónarmið Gunnars. Vissulega er það rétt hjá honum,að bókun borgarfulltrúanna gengur gegn hagsmunum Orkuveitunnar. og hið sama má segja um afstöðu borgarstjóra. Hún gengur þvert gegn hagsmunum Orkuveitunnar. En borgarstjóri réði sér ekki fyrir kæti yfir því að Orkuveitan hefði orðið að hætta við Bitruvirkjun. Hann minntist ekki einu orði á það,að Orkuveitan tapaði einum milljarði á því að hætta við virkjunina en það er sú upphæð,sem Orkuveitan hefur lagt í rannsóknir of kostnað við virkjunina.
Björgvin Guðmundsson
Fögnuður stjórnarmanna á móti hagsmunum OR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.