Mestu skiptir hvað er í launaumslaginu

Hvað er það sem skiptir mestu máli í sambandi við lífeyri aldraðra og öryrkja? Jú,það er upphæð lífeyrisins.Það sem er í launaumslaginu skiptir mestu máli fyrir lífeyrisþegann en ekki hitt hvað það kostar ríkissjóð mikið að  greiða öldruðum og öryrkjum lífeyri. Það er sjálfsagt fyrir stjónmálamennina að  halda því til haga hvers kostnaðurinn er fyrir ríkissjóð. En  þeir hefðu átt að athuga það atriði betur áður en þeir gáfu kosningaloforðin. Aldraðir hafa ekkert gagn af því að heyra að lífeyrisgreiðslur almannatrygginga kosti svo og svo marga milljarða ef upphæðin í launaumslaginu minnkar að verðgildi.Það þýðir ekkert að veifa  milljörðum ( kostnaður ríkissjóðs) framan  í   lífeyrisþega  ef raungildi lífeyris þeirra lækkar. Lífeyrir aldraðra frá TR er 93,74% af lágmarkslaunum á þessu ári en var 100% sl. ár. Á sama tíma og þróuninin er þessi skiptir engu hvað milljarðarnir eru margir.

 

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband