Fimmtudagur, 22. maí 2008
Almenni lífeyrissjóðurinn 100 milljarðar
Eignir Almenna lífeyrissjóðurinn fóru í maí yfir 100 milljarða króna. Heildareignir sjóðsins voru 92,7 milljarðar í ársbyrjun og hefur sjóðurinn því vaxið um 8% á árinu.
Frá því að Lífeyrissjóður lækna og Almenni lífeyrissjóðurinn sameinuðust í ársbyrjun 2006 hafa eignir sjóðsins vaxið um 21% á ári að jafnaði. Almenni lífeyrissjóðurinn er fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins.
Það er gífurleg eign fólgin í öllum lífeyrissjóðunum og það þarf að passa vel upp á þá.Ég tel ekki koma til greina ,að lífeyrissjóðirnur fari að lána bönkunum hluta af hlutabréfaeign sinni. Bankarmir geta sjálfir komið sér út úr því klúðri sem þeir hafa komið sér í.
Björgvin Guðmundsson
Eignir Almenna lífeyrissjóðsins yfir 100 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:37 | Facebook
Athugasemdir
Alltaf er mikilsvert að þeir sem stýra þessum mikilvægu sjóðum falli ekki í neina tegund af freistni. Mér er alltaf minnisstætt þegar Lífeyrissjóður bænda fór flatt á því hérna um árið en stjórnendur þess sjóðs lánuðu án þess að gengið væri tryggilega frá, fyrirtæki nokkru sem stóð mjög höllum fæti og fór á hausinn. Ekkert fékkst endurgreitt og rambaði lífeyrissjóðurinn á barmi gjaldþrots enda gat hann ekki staðið undir lífeyrissjóðsskuldbindingum sínum.
Þá er mikilvægt að fjárfestingarstefnan sé sem markverðust og tryggust og ekki má gleyma að halda rekstrarkostnaði í algjöru lágmarki.
Annars er íhugunarvert hvort fólk almennt eigi ekki að leggja ögn til hliðar t.d. með kaupum í hlutabréfum og eiga sinn prívat lífeyris- og tryggingasjóð. Þó svo ekki blási byrlega í rekstri fyrirtækja í bili, þá hressist Eyjólfur áður en nokkurn varir og allt kemst fyrr eða síðar á réttan kjöl aftur eftir stórviðri vetrarins.
Bestu kveðjur
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 22.5.2008 kl. 14:38
Alveg rétt, Björgvin, áhættufíklar fjármálaheimsins mega ekki koma höndum yfir fjármuni lífeyriskerfisins meira en orðið er. Fáir gera sér held ég grein fyrir hversu mikinn þátt lífeyrissjóðirnir eiga í þeim stöðugleika sem tókst að ná í kjölfar þjóðarsáttarinnar. Best er að halda stjórnuninni innan verkalýðshreyfingarinnar áfram.
ellismellur (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 15:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.