Ísland í úrslit í söngvakeppninni

Framlag Íslands í seinni undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram fór í gærkvöld, er komið áfram áfram í úrslitakeppnina sem fram fer á laugardag. Þau Regína Ósk og Friðrik Ómar stóðu sig með stakri prýði á sviðinu í Belgrad og sungu sig inn í lokakeppnina.

Alls komust 10 þjóðir áfram en auk Íslands komst Svíþjóð, Danmörk, Króatía, Úkraína, Albanía, Georgía, Lettland, Tyrkland og Portúgal í úrslitin.

Alls munu 25 þjóðir taka þátt á laugardag. Athygli vekur að allar Norðurlandaþjóðirnar komust áfram í ár, en Norðmenn og Finnar komust áfram úr fyrri undankeppninni sem fram fór í Belgrad á þriðjudag.

Það er ánægjulegt,að íslenska lagið skyldi komast áfram. Ísland hefur setið á botninum svo lengi,að Íslendingar voru orðnir verulega svekktir á því. Raddir um að hætta þátttöku í keppninni voru farnar að gerast háværar.Annars er það íhugunarefni hvernig þessi keppni er að þróast. Keppnin er að litlu leyti söngvakeppni. Hún hefur breytst í " show" og meira lagt upp úr  dansi og sýningum á sviði en söng.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Ísland áfram í Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband