Föstudagur, 23. maí 2008
Jóhanna ánægð með velferðarmálin
Samfylkingin var með útvarpsþátt í gær,öðru sinni á Sögu.Meðal gesta í þættinum var Jóhanna Sigurðardóttir,ráðherra.Hún var spurð um velferðarmálin. Hún sagði,að margar velferðaráherslur hefðu komist inn í stjórnarsáttmálann.Strax á 1.viku stjórnarinnar hefði verið samþykkt aðgerðaráætlun fyrir börn og ungmenni og í kjölfarið ákveðnar umbætur í málefnum langveikra barna. Varðandi lífeyrismálin sagði hún þetta: Makatenging hefur verið felld niður og frítekjumark vegna atvinnutekna hækkað.Það var 25 þús. kr. á mánuði en hækkar í 100 þús. á mánuði ( 1.júlí n.k.)Þeir ,sem ekkert fá úr lífeyrissjóði munu fá 25 þús. á mánuði brúttó úr lífeyrissjóði ( 1.ágúst) Hætt verður að skerða tryggingabætur,þegar séreignalífeyrissparnaður er tekinn út. Tekur gildi um næstu áramót.
Nokkrir hlustendur hringu í Jóhönnu. Þar á meðal hringdi öryrki vegna öryrkjadómsins fræga. Hann spurði hvort ekki væri unnt að fá leiðréttingu til baka vegna þess sem, ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefði haft af öryrkjum. Jóhanna taldi,að erfitt eða ókleift væri að fá leiðréttingar til baka.
Björgvin Guðmundsson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:11 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.