Föstudagur, 23. maí 2008
Eftirlaunaósóminn er blettur á þinginu
Engin frumvarpsdrög hafa verið sýnd þingmönnum, eftir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lýsti því yfir að lögunum yrði breytt. Þingmál Valgerðar Bjarnadóttur, Samfylkingu, sefur enn í allsherjarnefnd, en það gengur lengra en þær tillögur sem Ingibjörg Sólrún og Geir H. Haarde hafa ýjað að síðustu vikur.
Ekki eru miklar líkur á að þetta mál verði afgreitt fyrir þinghlé úr því að frumvarp er enn ekki komið fram. Ljóst er,að ekki er lögð nægilega mikil áhersla á málið. Eftirlaunalögin,sem tryggja ráðherrum,þingmönnum og dómurum óeðlilega mikil eftirlaun miðað við það sem aðrir landsmenn njóta er ljótur blettur á þinginu. Ekki verður séð ,að þingið nái að þvo þann blett af sér fyrir sumarleyfi.
Björgvin Guðmundsson
Ríkisstjórnin enn undir eftirlaunafeldinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.