Eftirlaunaósóminn er blettur á þinginu

Það skýrist á næstu dögum hvort næst að leggja málið fram,“ sagði Geir Haarde forsætisráðherra eftir síðasta ríkisstjórnarfund. Þess er því enn beðið hvort nýtt frumvarp til eftirlaunalaga þingmanna og æðstu embættismanna verður lagt fram á þessu þingi.

Engin frumvarpsdrög hafa verið sýnd þingmönnum, eftir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lýsti því yfir að lögunum yrði breytt. Þingmál Valgerðar Bjarnadóttur, Samfylkingu, sefur enn í allsherjarnefnd, en það gengur lengra en þær tillögur sem Ingibjörg Sólrún og Geir H. Haarde hafa ýjað að síðustu vikur.

Ekki eru miklar líkur á að þetta mál verði afgreitt fyrir þinghlé úr því að frumvarp er enn ekki komið fram. Ljóst er,að ekki er lögð nægilega mikil áhersla á málið. Eftirlaunalögin,sem tryggja ráðherrum,þingmönnum og dómurum óeðlilega mikil eftirlaun miðað við það sem aðrir landsmenn njóta er ljótur blettur á þinginu. Ekki verður séð ,að þingið nái að þvo þann blett af sér fyrir sumarleyfi.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Ríkisstjórnin enn undir eftirlaunafeldinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband