Ólafur Ragnar sjálfkjörinn sem forseti

 

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er sjálfkjörinn til þess að gegna embættinu næstu fjögur árin sem er fjórða kjörtímabil hans, þar sem ekkert annað framboð barst áður en framboðsfrestur rann út á miðnætti í nótt samkvæmt upplýsingum dómsmálaráðuneytisins.

Það þarf því ekki að efna til forsetakosninga 28. júní næstkomandi og er gert ráð fyrir að Hæstiréttur gefi út kjörbréf forseta fljótlega. Nýtt kjörtímabild hefst síðan 1. ágúst næstkomandi með innsetningu forseta. Ólafur Ragnar var fyrst kjörinn forseti árið 1996.

Ólafur Ragnar hefur staðið sig vel sem forseti og þess vegna er ágætt að hann skuli vera sjálfkjörinn. Það sparast talsverður kostnaður við það.Ólafur Ragnar hefur breytt forsetaembættinu talsvert. Hann hefur látið embættið sinna meira viðskliptamálum á erlendum vettvangi en áður og hefur opnað viðsliptaaðilum dyr,t.d.  í Asíu.Það er gott.Næstu 4 ár verður 4.kjörtimabil Ólafs.

 

 Björgvin Guðmundsson

  


mbl.is Forsetinn sjálfkjörinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband