Lítið efnt af kosningaloforðunum

Geir H. Haarde forsætisráðherra  segir,að búið sé á 1.ári rikisstjórnarinnar að efna 80% af stjórmarsáttmálanum.Ekki veit ég hvernig Geir fær það út. Að vísu er stjórnarsáttmálinn mjög loðinn og ekki þarf að gera mikið í ýmsum greinum sáttmálans til þess að  unnt sé að segja að þær hafi verið efndar.Sem dæmi má taka að í sáttmálanum segir að bæta eigi stöðu aldraðra og öryrkja. Þetta segir ekki neitt.Það er nóg að hækka lífeyri aldraðra um 1 þúsund krónur og þá er unnt að segja að staða aldraðra hafi verið bætt. Kjósendur láta sig stjórnarsáttmálann  lítið varða. Þeir miða við kosnialoforðin.Ef litið  er á þau kemur í ljós ,að lítið hefur miðað.Það vantar að auka jöfnuð í þjóðfélaginu og að hækka skattleysimörkin upp í 150 þús. kr á mánuði eins og Samfylkingin barðist fyrir í kosningunum ( skattleysismörk fylgi launavísitölu).Einnig er alveg eftir að hækka lífeyri aldraðra þannig að hann dugi fyrir framfærslukostnaði samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Íslands  eins og lofað var. Ekki hefur verið hækkað um 1 krónu sem áfanga á þeirri braut.Þegar sagt var í kosningaloforðum og raunar einnig í stjórnarsáttmála að bæta eigi kjör aldraðra og öryrkja er ekki verið að meina hluta  þessara hópa,það er ekki verið að tala aðeins um þá sem eru vinnumarkaði,nei það er verið að tala um aldraða og öryrkja sem heild.Þess vegna gengur ekki að bæta aðeins kjör hluta eldri borgara og öryrkja.

Björgvin Guðmundsson.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband