Sunnudagur, 25. maí 2008
Eurovision hefur gengið sér til húðar
Íslenska lagið,This is my life lenti í 14.sæti í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í kvöld.Það var þokkalegur árangur en þó ekki nógu góður,þar eð þessi úrslit þýða,að Ísland verður aftur að fara í forkeppnina næst,ef við ætlum að taka þátt í keppninni áfram. Mér finnst það að vísu mikið álitamál hvort taka á þátt í þessari keppni í framtíðinni. Það er ljóst,að þetta er orðin nokkurs konar söngvakeppni Mið-og Austur Evrópu,þar sem öll ríkin þar styðja hvert annað.Rússar unnu keppnina að þessu sinni og hlutu atkvæði allflestra ríkja Mið og Austur Evrópu. Mér fannst lag þeirra alls ekki verðskulda sigur.Keppnin er orðin hálfgerður skrípaleikur.Sömu ríkin styðja alltaf hvort annað og var það athyglisvert að Sigmar,þulur RUV i keppninni, gat yfirleitt sagt fyrirfram hvaða Austur Evrópu ríki styddu hvaða ríki.Það stóðst yfirleitt alltaf. Síðan er þetta ekki lengur söngvakeppni heldur "show". Ísland ætti að beita sér fyrir nýrri keppni Norðurlanda og V-Evrópu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:23 | Facebook
Athugasemdir
Sammála Björgvin.
Bergur Thorberg, 25.5.2008 kl. 02:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.