Sunnudagur, 25. maí 2008
Dagur barnsins er i dag
Dagur barnsins á Íslandi er haldinn í fyrsta sinn í dag, 25. maí. Þetta er samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar en Sameinuðu þjóðirnar hafa í meira en hálfa öld tileinkað börnum sérstaklega einn dag á hverju ári.
Markmiðið er að koma málefnum barna á framfæri og leyfa röddum barna að hljóma. Hugmyndin er að hvetja til samveru foreldra með börnum sínum. Deginum hefur verið valin yfirskriftin Gleði og samvera. Verndari dagsins er Dorrit Moussaieff forsetafrú en hún verður viðstöddd athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur sem hefst klukkan tíu mínútur í tvö, þar sem verðlaun verða afhent í samkeppni um stef og merki fyrir dag barnsins.
Þar verður einnig skemmtidagskrá. Víða um land er boðið upp á ókeypis sund, keppnir í sandkastalabyggingu, gönguferðir, náttúruskoðun, frítt á söfn, dorg og leiki.
Ríkisstjórnin hefur tekið málefni barna föstum tökum og hefur Jóhanna Sigiurðardóttir staðið sig mjög vel í þeim málaflokki.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.