Staksteinar lítið hrifnir af ríkisstjórninni

Staksteinar ( Styrmir? ) fjalla   um ársafmæli ríkisstjórnarinnar

 í dag og virðast lítt hrifnir.Þar segir m.a.: Ríkisstjórnir eiga ekki að halda upp á það hvað þær eru gamlar.Nema náttúrulega ef þær verða óvenju gamlar.Hins vegar er sjálfsagt,að þær haldi upp á vel unnin verk.Núverandi ríkisstjórn er svo ung að árum,að hún hefur ekki haft tíma til þess að vinna mikil afrek.Síðar segir: Það er of snemmt að segja til um það hvort núverandi ríkisstjórn marki spor.

M.ö.o: Það er engin afmælishrifning í Staksteinum. Og í Reykjavíkurbréfi  er ekki eitt orð um ársafmæli ríkisstjórnarinnar. Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði  myndað  stjórn með VG hefði allt Reykjavíkurbréfið verið undirlagt á ársafmæli.

En leiðtogar stjórnarinnar,Geir og Ingibjörg Sólrún eru mjög ánægð með " afrek" stjórnarinnar.Staksteinar segja: Þegar horft er á  myndir úr ráðherrabústaðnum fer ekki á milli mála að miklir hlýleikar  eru með þeim Geir og Ingibjörgu Sólrúnu.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband