Metverðbólga í 18 ár

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í maí hækkaði um 1,37% frá fyrra mánuði. Síðastliðna tólf mánuði  hefur vísitala neysluverðs hækkað um 12,3% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 11,4%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6,4% sem jafngildir 28% verðbólgu á ári (32,7% fyrir vísitöluna án húsnæðis). Verðbólga mæld á tólf mánaða tímabili hefur ekki verið jafn mikil frá því í ágúst 1990 eða í tæp átján ár er hún mældist 14,2%. Í maí í fyrra mældist verðbólgan 4,7% en 4% í júní. 

 

Er þetta meiri hækkun á vísitölu neysluverðs heldur en greiningardeildir bankanna spáðu. Greiningardeild Landsbankans spáði 1,2% hækkun vísitölunnar,   Greiningardeild Kaupþings spáði 1,6% hækkun og Greining Glitnis spáði  1,2% hækkun vísitölu neysluverðs í maí.

 

Forsætisráðherra hefur spáð því,að verðbólgukúfurinn gangi fljótt yfir.Ekki eru allir jafntrúaðir á það.

En vonandi hefur Geir rétt fyrir sér. Ef verðbólgan gengur ekki fljótt niður verða allir kjarasamningar í uppnámi upp úr áramótum. Íbúðareigendur hafa fundið fyrir verðbólgunni að undanförnu. Afborganir af lánum hafa stórhækkað og neytendur finna einnig áhrif verðbólgunnar við innkaup í verslunum.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Mesta verðbólga í tæp 18 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Aðeins ef maður á ekki húsnæði - eða verzlar með slíkt - þarf það að koma inn í verðbólguna.  Annars þarf litlar áhyggjur að hafa af því.

Verst er þegar maður skuldar húsið í verðtryggðu fé.

Ásgrímur Hartmannsson, 26.5.2008 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband