Meirihluti vill hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni

Meirihluti þátttakenda í skoðanakönnun Fréttablaðsins, eða 58,5% vill að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýri. 41,5% vilja að flugvöllurinn verði fluttur annað.

Flestir þeirra, sem vilja að flugvöllurinn verði fluttur, sögðust vilja að innanlandsflug yrði fært til Keflavíkurflugvallar eða 51,8%. 34,7% nefndu ekki ákveðinn stað og 13,8% sögðust vilja að flugvöllur yrði byggður á Hólmsheiði. 

Ég er ósammála niðurstöðu þessarar skoðanakönnunar.Ég tel,að flugvöllurinn eigi að  fara.Fyrir því eru að mínu mati 2 ástæður: Vatnsmýrin er mjög verðmætt byggingarland og mikil slysahætta er af því að hafa flugvöllinn inni   í miðri borginni.

 

Björgvin Guðmundsson

  


mbl.is Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þú notar greinilega ekki flugvöllinn....þetta er bara bull hjá þér.....hvað hafa sérfræðingar sagt....Flugmenn og Veðurfræðingar......ertu kannski vitrari en þeir???

Einar Bragi Bragason., 26.5.2008 kl. 10:29

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

afhveju kom ekki commentið mitt.....ok ok þetta er þvæla BJörgvin völlurinn er á besta og örugguggasta stað Rvíkur.

Einar Bragi Bragason., 26.5.2008 kl. 10:33

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er vaxandi meirihluti fyrir því að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni, enda er enginn annar raunhæfur kostur í boði.

Sigurður Þórðarson, 26.5.2008 kl. 10:48

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Sammála Sigurði

Einar Bragi Bragason., 26.5.2008 kl. 11:27

5 Smámynd: Ellý

En hvað á þá að koma í staðinn? Meiri íbúabyggð? Er ekki nógu mikið umferðarálag á Miklubraut og öðrum vegum borgarinnar nú þegar?

Fyrir utan það að Reykjavík er höfuðborg allra landsmanna, ekki bara Reykvíkinga. Allir landsmenn eiga að hafa gott aðgengi að Reykjavík. Svo ekki sé nefnt sjúkraflug sem margir hafa nú þegar komið á framfæri.

Ellý, 26.5.2008 kl. 14:09

6 identicon

Hver er slysahættan?

Jóhann Ingi Sigtryggss. (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband