Kvótakerfið brot á mannréttindum

Samkvæmt úrskurði Mannréttindanefndar Sþ. felur kvótakerfið íslenska í sér brot

á mannréttindum.Það er þungur dómur og til skammar fyrir Íslendinga að hafa búið til fiskveiðistjórnunarkerfi,sem   mismunar þegnum landsins svo,að um brot á mannréttindum er að ræða.íslennskir jafnaðarmenn hafa um margra ára skeið  gagnrýnt kvótakerfið og krafist leiðréttingar á því. Þeir settu fram tillögur um svonefnda fyrningarleið,sem gengur út á það  að innkalla veiðiheimildir smátt og smátt og úthluta síðan á ný gegn gjaldi. Fiskveiðinefnd Samfylkingarinnar hefur nú ítrekað þessa leið og vill,að hún verði svar Íslands til Mannréttindanefndar Sþ. I þingkosningunum 2003 barðist Samfylkingin skelegglega fyrir fyrningarleiðinni. En í kosningunum 2007 var hún lögð til hliðar og raunar lagði Samfylkingin þá allt kvótamálið til hliðar,sennilega til þess að greiða fyrir ríkisstjórn með íhaldinu.

Nú kalla menn eftir svari ríkisstjórnarinnar við  áliti Mannréttindanefndar Sþ. En ríkisstjórnin ypptir öxlum og segir ekkert. Hún gæti alveg eins sagt: Hvað varðar okkur um mannréttindi? Margt bendir til þess að hún muni engu svara eða engu sem skiptir máli. Sennilega mun hún segja: Við  munum athuga hvað unnt er að gera vegna álits Mannréttindanefndarinnar. Það er ekkert svar og ef jafnaðarmenn í ríkisstjórninni standa að slíku svari yrði það þeim til skammar. Við getum ekki í öðru orðoinu gagnrýnt mannréttindabrot út um heim en  í hinu skellt skollaeyrum við gagnrýni þess efnis,að við brjótum mannréttindi sjálf.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband