Þriðjudagur, 27. maí 2008
Aðdáendur Bob Dillan ánægðir með tónleika hans
Bob Dillan söngvari hélt tónleika í Laugardalshöll í gærkvöldi við mikla aðsókn. Aðdáendur Bob Dillan voru mjög ánæðgðir með tónleikana enda er Dillan í algerum sérflokki.Hann vann sér miklar vinsældir og heimsfrægð sem þjóðlagasöngvari sem spilaði á kassagitar og munnhörpu.Hann hefur samið mikið af lögum og mörg þeirra eru gullfalleg. Sumir aðdáenda hans telja hann standa jafnfætis bítlunum.Það var mikill fengur að því að fá Bob Dillan til Íslands.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.