Jarðfræðisetur á Breiðdalsvík?

Í undirbúningi er stofnun jarðfræðiseturs á Breiðdalsvík í nafni hins þekkta breskra jarðfræðings George Walker sem lagði grunninn að kortlagningu jarðlaga á Austurlandi fyrir um 50 árum. Setrið verður opnað þann 23. ágúst næstkomandi.

Af því tilefni efndi sendiherra Íslands í London til sérstaks hádegisverðarfundar mánudaginn 19. maí þar sem fræðasetrið var kynnt, drög voru lögð að aðkomu breskra aðila, meðal annars nokkurra háskóla, að þessari stofnun og skipst var á skoðunum um útfærslur á hlutverki setursins, að því er fram kemur í Stiklum, vefriti menntamálaráðuneytisins.

Forvígismaður verkefnisins er Ómar Bjarki Smárason jarðfræðingur. Meðal annarra gesta voru Lord Ron Oxburgh, einn þekktasti jarðvísindamaður Bretlands, Alison Walker, dóttir George Walkers, forsvarsmenn fræðasetursins, sveitastjóri Breiðdalshrepps auk breskra og íslenskra prófessora í jarðfræði.

Til stendur að setrið taki á móti innlendum sem erlendum nemendum á framhalds- og háskólastigi og veiti aðstöðu til rannsóknarstarfa sem byggja á þeim grunni sem George Walker lagði.

Það er vel til fundið að stofna jarðfræðisetur á Breiðdalsvík. Það eru mjög áhugaverð fjöll þar allt í hring og mjög fallegt á Breiðdalsvík.Búast má við.að slíkt setur þar mundi draga að sér fjölda vísindamanna.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Jarðfræðisetur stofnað á Breiðdalsvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Fyrir nokkru flutti Hjörleifur Guttormsson kennari, náttúrufræðingur, rithöfundur og fyrrum ráðherra mjög góðan fyrirlestur um Walker. Breti þessi hefur verið hreint afburðajarðfræðingur og sennilega hefði okkur dulist lengur sú mikla jarðsaga sem átt hefur sér stað um suðausturlandið hefði honum ekki dottið í hug að venja komur sínar hingað til rannsókna.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 27.5.2008 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband