Þriðjudagur, 27. maí 2008
Aldraðir og öryrkjar hlunnfarnir
Hvers vegna fengu aldraðir og öryrkjar ekki sömu hækkun á lífeyri sínum og launþegar fengu á launum sínum í almennum kjarasamningum á þessu ári. Ekki hafa fengist fullnægjandi svör við því. Sagt hefur verið,að það væri ekki lögbundið að hækka lífeyrinn jafnmikið og lágmarkslaun.Þetta snýst ekki um það. Þetta snýst um það að jafnaðarmenn geri ekki verr við lífeyrisþega en Framsóknarmenn. Árið 2006,þegar Framsókn var i stjórn, var lífeyrir aldraðra hækkaður um það sama og lágmarkslaun hækkuðu.Lífeyrisþegar reiknuðu með því,að lífeyrir mundi ekki hækka minna þegar jafnaðarmenn væru komnir i stjórn. En svo varð ekki. Lágmarslaun hækkuðu um 18-20.000 kr. á mánuði eða um 15-20%.En lífeyrir hækkaði um 9.400 kr. eða um 7,4%.Hvers áttu lífeyrisþegar að gjalda.Hvers vegna fengu þeir aðeins helming á við launþega?Það væri gott að fá svör við því.
Lífeyrir er nú 93,74% af lágmarkslaunum en var á sl. ári 100% af lágmarkslaunum.Er það þetta sem við ætluðum okkar að lækka lífeyrinn sem hlutfall af lágmarkslaunum? Nei. Við ætluðum að hækka hann. það vantar skýr svör við því hvers vegna þetta er svona. Og það þýðir ekkert að tala um minni skerðingae í staðinn. Það þýðir ekkert að drepa þessu máli á dreif.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.