Eldhúsdagsumræður á alþingi

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld að ýmsir erfiðleikar hefðu steðjað að þjóðinni á liðnum vetri en þeir muni víkja til hliðar fyrir betri tíð áður en langt um líður, um það væri hann sannfærður.

„Íslenska þjóðin hefur áður staðið frammi fyrir ytri áföllum og jafnan staðið þau af sér. Það munum við einnig gera núna," sagði hann.

Geir sagði að markmið ríkisstjórnarinnar væri, að leita leiða til þess að sú efnahagslega aðlögun, sem nú sé hafin, gerist án þess að samdráttur verði verulegur og samhliða tryggja sem best atvinnu í landinu. Þessi staða kallaði þess vegna á samstilltar aðgerðir og samráð stjórnvalda, aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélaga um hvernig megi ná stöðugleika á ný og er það samráð þegar hafið. Einnig sé mikilvægt að efla varnir og viðbúnað þjóðarbúsins út á við, eins og unnið sé að.

Geir sagði að tvíhliða samningar um gjaldeyrisskipti við þrjá norræna seðlabanka væru mikilvægt skref í því efni. Þá væri frumvarp með lántökuheimildum komið til meðferðar á Alþingi. Mikilvægt væri að allir átti sig á því að erlend lántaka sé ekki hugsuð til að fjármagna rekstur ríkisins eða framkvæmdir heldur til að treysta gjaldeyrisforða þjóðarinnar, varasjóð landsmanna. Hann sagði, að ekki væri gert ráð fyrir því að taka eitt stórt lán í útlöndum heldur væri verið að skapa ríkissjóði svigrúm.

Ögmundur Jónasson talaði af hálfu VG og  var harðorður í garð ríkisstjórnarinar og taldi hana hafa brugðist alltof seint við. Össur Skarpheðinsson talaði af hálfu Samfylkingarinnar og flutti þróttmikla ræðu. Hann talaði m.a. um nýsk0pun í atvinnulífinu.Guðni Ágústsson sagði,að þetta væri ríkisstjórn brostinna vona.Guðjón Arnar talaði af hálfu frjálskynda flokksins og sagði  að auka þyrfti þorskkvótann á ný.Kvótakerfið hefði farið mjög illa með landsbyggðina.

Björgvin Guðmundsson

Fara til bakaT

I

mbl.is Erfiðleikar víkja brátt fyrir betri tíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband