Rice til Íslands á morgun

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice hvatti í dag þjóðir heims til að flýta fyrir aðstoð og þróunarhjálp til Íraks og nota tækifærið nú er öryggismálin í Írak eru að hennar sögn að komast í jafnvægi.

Hún sagði að það væri þörf fyrir aðstoð á sviði landbúnaðar og ræktunar og uppbyggingu húsnæðis í landinu.

Rice lét þessi orð falla á alþjóðlegri ráðstefnu um málefni Íraks í Stokkhólmi og sagði að nú væri ekki lengur hægt að nota óstöðugleika sem afsökun fyrir að standa ekki við gefin loforð um þróunaraðstoð.


Rice sem mun halda til Íslands á föstudaginn kemur og ræða hér við Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra á meðan dvöl hennar stendur.

Stutt er síðan Ingibjörg Sólrún,utanríkisráðherra,hitti Rice í Washington svo að  það gerist nú skammt á milli funda þeirra.Þó eru Bandaríkjamenn farnir með varnarlið sitt héðan og ekki eins mikil samskipti milli ríkjanna og áður var. En það er sjálfsagt að hafa góð samskipti við Bandaríkin ei að síður.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Rice á leið til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband