Fimmtudagur, 29. maí 2008
Hagkaup og Nóatún hækka vöruverð mest ( 1,9-2,1%).Lækkun í Bónus
Mest hækkun á vörukörfu ASÍ milli vikna að þessu sinni var í stórmörkuðunum Hagkaupum og Nóatúni en verðlagseftirlit ASÍ birtir nú breytingar á verði innkaupakörfu heimilisins í stærstu matvöruverslunarkeðjunum 7. vikuna í röð.
Í Hagkaupum hækkaði verð körfunnar um 2,1% á milli 3. og 4. viku í maí og má rekja þá hækkun að mestu til hækkana á verði kjötvara og grænmetis og ávaxta í vörukörfunni.
Í Nóatúni hækkaði verð innkaupakörfunnar um 1,9% á milli vikna og valda hækkanir á verði grænmetis og ávaxta þar mestum breytingum en einnig hækkun á kjöt- og mjólkurvörum. Í Samkaupum-Úrval sem einnig er í flokki stórmarkaða var verð vörukörfunnar nánast óbreytt á milli vikna.
Í lágvöruverðsverslunum hækkaði verðið á vörukörfu ASÍ mest í Kaskó, um 1,3%, á milli mælinga í 3. og 4. viku maímánaðar. Mest áhrif til hækkunar hefur verðhækkun á brauði og kornvörum, mjólkurvörum og á liðnum ýmsar matvörur í vörukörfunni.
Í Krónunni breyttist verð körfunnar lítið á milli vikna eða um 0,3% og í Nettó var verðið óbreytt á milli mælinga. Verð innkaupakörfunnar lækkaði hins vegar í Bónus um 0,7% á milli vikna sem má að mestu leyti rekja til lækkunar á verði kjötvara í körfunni.
Í klukkubúðunum hækkaði vörukarfan mest í verslunum 10-11 um 1,1% á milli vikna og veldur hækkun á verði kjötvara þar mestum breytingum en einnig hefur verðhækkun á drykkjarvörum í körfunni nokkur áhrif. Í 11-11 er verð vörukörfunnar nánast óbreytt á milli vikna en í Samkaupum-Strax lækkar verðið hins vegar um 1,7% sem að langstærstum hluta stafar af lækkun á kjötvörum í innkaupakörfunni, samkvæmt frétt á vef ASÍ.
Ljóst er samkvæmt þessum könnunum,að verslanir eru enn ekki allar tilbúnar að taka þátt í
átaki til þess að draga úr verðbólgunni.Menn gera sér ef til vill ekki ljóst hvaða afleiðingar það getur haft ef hér verður óðaverðbólga, Það verður að stöðva vöxt verðbólgunnar strax og snúa ofan af henni. Það er lífsnauðsyn.
Björgvin Guðmundsson
Hagkaup og Nóatún hækka mest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.