Eign Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og LH 340 milljarðar

Lífeyrissjóðirnir eru sterkir Um síðustu áramót voru eignir Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga (LH) alls  340 milljarðar.LSR er stærsti lífeyrissjóður landsins.Fyrir 10  árum námu eignir LSR  38 milljörðum.Þær hafa því nífaldast á þessum 10 árum.Ávöxtun hefur verið góð hjá LSR undanfarin ár.Meðaltal hreinnar raunávöxtunar hefur verið  8,7% sl. 5 ár en 5,7% sl. 10 ár. Sl. ár var afkoman verri, raunávöxtun mínus 0,8%. Nafnávöxtun það ár var 5,1% og tekjur af fjárfestingum á árinu námu  15 milljörðum.

 Það þarf að passa vel upp á fjármuni lífeyrissjóðanna. Ekki kemur til mála að mínu áliti,að lífeyrissjóðirnur fari að lána bönkunum hlutabréf eins og óskað er heimildar fyrir á alþingi., 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vigfús Pálsson

Strangt til tekið er níföldun rétt reiknað hjá þér Björgvin.

Sannleikurinn er hins vegar allt annar.  Þó svo eignirnar hafir verið 38 milljarðar fyrir 10 árum, þá er hér um svínbeygingu sannleikans að ræða, og það veist þú mæta vel.

Sannleikurinn er að lífeyrisréttur opinberra starfsmanna hefur ætíð verið tryggður með framtíðarskattlagningu barnanna okkar.  Ég ítreka það að þú veist þetta 100%.

Vigfús Pálsson, 1.6.2008 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband