Sunnudagur, 1. júní 2008
Fylgi D-lista hrynur í Rvk.Samfylking með hreinan meirihluta
Frá því í janúar hefur dregið mjög úr stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórn Reykjavíkur. Segjast 26,9% borgarbúa myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef efnt yrði til kosninga nú, sem er 11 prósentum minna en mældist í janúar og 15% undir kjörfylgi flokksins.
Þetta er minnsta fylgi sem borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur nokkru sinni fengið í könnunum Gallup og flokkurinn fengi fjóra borgarfulltrúa ef þetta yrðu úrslit kosninga en hefur sjö nú.
Fylgi Samfylkingar mælist hins vegar 45,4% nú sem er fjórum prósentum meira en flokkurinn mældist með í janúar. Frá síðustu borgarstjórnarkosningum myndi Samfylkingin því bæta við sig þremur borgarfulltrúum og fengi hreinan meirihluta ef kosið væri nú.
Vinstri grænir, sem nú hafa tvo borgarfulltrúa, fengju rúm 19% atkvæða samkvæmt könnuninni nú og myndu þar með bæta við sig einum borgarfulltrúa.
Framsóknarflokkurinn sem og Frjálslyndir og óháðir myndu báðir missa sína borgarfulltrúa, Framsóknarflokkurinn fengi nú 4,2%
atkvæða en Frjálslyndir og óháðir 3,3%.
Þessar niðurstöður eru úr síma og netkönnun sem gerð var dagana 14.27. maí. Úrtaksstærð var 1223 Reykvíkingar og var svarhlutfall ríflega 67%. Vikmörk eru 1-4%.
Þetta hljóta að vera uggvænlegar fréttir fyrir Sjálfstæðismenn í Reykjavík.En svo uppskera menn sem þeir sá. Sjálfstæðisflokkurinn samdi við Ólaf F.Magnússon um að hann svikist undan þeim meirihluta sem hann starfaði í undir stjórn Dags B.Eggertssonar.Sjálfstæðisflokkurinn lét undan alls konar kröfum Ólafs. Þetta var hálfgert valdarán sem byggðist á brellum og óheilindum.Ólafur F. sagði samstarfsmönum sínum í heilan dag,að hann væri heill í samstarfi við Samfylkinguna og aðra samstarfsmenn en á sama tíma var hann að semja við íhaldið.Hann sagði vini sínum og samstarfsmanni Degi B.Eggertssyni ósatt.Reykvíkingar fordæma svona vinnubrögð.Þess vegna er Ólafur F. trausti rúinn og íhaldið í Rvk. einnig.
Björgvin Guðmundsson
Fylgi D-lista aldrei minna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
:)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 1.6.2008 kl. 09:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.