Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur í dag

Það mun viðra vel fyrir hátíðahöld sjómannadagsins í dag, einkum þó   á Norðausturlandi þar sem spáð er hægri sunnanátt og bjartviðri og allt að 20 stiga hita. Suðvestan- og vestanlands er hins vegar spáð vaxandi suðaustanátt, 10-15 metrum á sekúndum það fer að rigna í kvöld.

Sjómennska er mjög mikilvægt starf og sjávarútvegur var lengi okkar aðalatvinnuvegur og enn í dag er sú atvinnugrein okkur mjög mikilvæg. Það getur oft verið hættuspil að sækja björg  á haf út enda þótt fiskiskipin séu mikið fullkomnari og traustari en áður var.Flestir  eiga einhverja ættingja sem  tengjast eða hafa tengst sjómennsku. Faðir minn,Guðmundur Kjartansson ,var sjómaður á yngri árum en þá réri hann til fiskjar á áraskipi,sem gert var  út frá Grindavík. Þetta var áður en vélaöldin hóf innreið sína í fiskiskipastól okkar. Faðir minn bjó þá á Stokkseyri og gekk til Grindavíkur. Nú eru aðrir tímar.bæði hvað varðar samgöngur og fiskiskip.

Ég óska sjómönnum til hamingju með daginn.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Spáð allt að 20 stiga hita í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband