Sunnudagur, 1. júní 2008
51% landsmanna ætlar til útlanda
Um 51% landsmanna hafa áform um utanlandsferðir en þar af ætla 33% einnig að ferðast hér á landi í sumar. Um 38% sögðu, að gengisþróun undanfarna mánuði hefði haft áhrif á ákvarðanir þeirra um utanlandsferðir í sumar en 62% sögðu að gengið hefði engin áhrif haft á ferðaáform þeirra.
Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup. Þar segir, að hlutfall þeirra sem hyggja á utanlandsferðir sé hærra nú en áður þar sem 48% landsmanna höfðu slík áform árið 2005 og 44% árið 2006. Spurningarnar voru ekki lagðar fyrir á síðasta ári.
68% þjóðarinnar segjast ætla að ferðast innanlands í sumar en af þeim hyggjast 35% eingöngu ferðast hér á landi. Álíka margir ætla að ferðast innanlands nú og árið 2006 þegar 69% ætluðu að ferðast hérlendis.
Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru sem fyrr líklegri en íbúar landsbyggðarinnar til að ferðast til annarra landa í sumarleyfinu en rúm 55% svarenda af höfuðborgarsvæðinu segjast ætla að ferðast til útlanda í sumar samanborið við tæp 44% íbúa annarra landshluta.
Þessi könnun kemur ekki á óvart. Hún er í samræmi við mikinn bílainnflutning landsmanna og mikla eyðslu á fyrstu mánuðum ársins.Sem betur fer hefur atvinna ekki mikið dregist saman enn. Og á meðan atvinna er næg mun landinn að mestu halda uppteknum hætti varðandi lífsstíl.
Björgvin Guðmundsson
Helmingur landsmanna ætlar til útlanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.