Verið að kokka svar,sem er ekkert svar

Í svari til mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna mun íslenska ríkið lýsa yfir vilja sínum til að huga að lengri tíma áætlun um endurskoðun á íslenska fiskveiðistjórnarkerfinu eða aðlögun í átt að áliti mannréttindanefndarinnar, sem taldi kerfið brjóta gegn mannréttindum. Kærendum í málinu verða ekki greiddar skaðabætur.

Þetta kom fram hjá Einari K. Guðfinnssyni, sjávarútvegsráðherra.

 

Íslensk stjórnvöld hafa falið þremur lögfræðingum, Björgu Thorarensen prófessor, Karli Axelssyni, hrl. og Arnari Þór Stefánssyni, hdl., að leggja fram mat á álitinu og tillögur um viðbrögð.

„Einar sagði: Ljóst er þó að slík gerist ekki í einu vetfangi enda mun nefndin hafa skilning á því að kerfi sem hefur mótast á áratugum er ekki hægt að umbylta á sex mánuðum. Þetta er langtímaverkefni og sérstökum vinnuhópi verður falið það," sagði Einar.

Að minu mati er þetta ekkert svar,sem ráðherra er að hugleiða.Ég hefi enga trú á því ,að Mannréttindanefndin láti sér þetta  duga.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Ekki forsendur til að greiða skaðabætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Ég mætti fyrir framan stjórnarráðið í dag, þar sem flokkskonur frjálslyndra höfðu mælt sér mót til að mótmæla GJAFAKVÓTA- Íslenskra stjórnvalda og gengu þaðan fylktu lið inn Austurstrætið og síðan niður á höfn þar sem hátíðardagskrá sjómanna fór framm...

Það kom mér verulega á óvart hversu fáir þora að láta sjá sig þegar ranglætinu á að mótmæla...Það er eins og Landinn sé haldinn ofur-minnimáttarkennd á opinberum vettvangi, þrátt fyrir að vilja, innst inni mótmæla ranglætinu en mótmæla aðeins heima við eldhúsborðið.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 1.6.2008 kl. 18:33

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þeir byrja ekki vel, með því að lýsa því yfir að þeir ætli ekki að bæta þeim einstaklingum skaðann sem orðið hafa fyrir mannréttindabrotum í formi skerts atvinnufrelsis og eignaupptöku í skjóli ólaga. Bæði Geir Haarde og ISG hafa lýst því yfir að þau þurfi ekki að virða niðurstöðuna frekar en þau vilja.

Málinu er svo vísað á einhverja lögfræðinga úti í bæ!

Það er full ástæða til að hafa þungar áhyggjur af þróun mannréttindamála á Íslandi.  

Sigurður Þórðarson, 2.6.2008 kl. 07:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband