Obama hefur sigrað?

Barack Obama lýsti í nótt yfir sigri í baráttunni um útnefningu sem forsetaefni Demókrataflokksins í Bandaríkjunum en hann hefur tryggt sér meirihluta kjörmanna á flokksþingi demókrata í sumar. Forkosningar fóru fram í Suður-Dakóta og Montana í dag. 

„Í kvöld stend ég frammi fyrir ykkur og segi, að ég verð forsetaefni Demókrataflokksins," segir Obama í ræðu, sem hann mun flytja síðar í nótt í St. Paul í Minnesota, en úrdrætti úr henni var dreift til fjölmiðla fyrirfram.

„Í kvöld ljúkum við sögulegri ferð og hefjum aðra, ferð  sem mun færa Ameríku betri daga," sagði Obama. Hann fyrsti blökkumaðurin, sem tryggir sér útnefningu sem forsetaefni demókrata.  

Obama sagði að Hillary Rodham Clinton, keppinautur hans um útnefningu demókrata, væri leiðtogi sem veitti milljónum Bandaríkjamanna innblástur.  

Samkvæmt útreikningum CNN sjónvarpsstöðvarinnar vantaði Obama 4 kjörmenn til að tryggja sér útnefninguna. Þá kjörmenn fékk hann um leið og kjörstöðum var lokað í Suður-Dakóta því þótt útlit sé fyrir að Hillary Clinton hafi farið þar með sigur af hólmi mun Obama fá að minnsta kosti fimm kjörmenn og þar með að minnsta kosti 2119 kjörmenn á flokksþinginu. 2118 þarf til að hljóta útnefningu. 

Hillary Clinton hefur hins vegar tryggt sér 1918 kjörmenn samkvæmt útreikningum CNN. Fox sjónvarpsstöðin segir hins vegar að Obama hafi þegar tryggt sér 2129 kjörmenn og Clinton 1911. Útgönguspá Fox gerir ráð fyrir að Obama sigri í Montana.

Í ræðu sinni gagnrýndi Obama væntanlegan keppinaut sinn, John McCain, og sagði að hann hefði á síðasta ári greitt atkvæði með George W. Bush, forseta, í 95% atkvæðagreiðslna á Bandaríkjaþingi.

Hillary Clinton flutti ræðu í New York í gær og óskaði þar Obama til hamingju með góða kosningabaráttu en hún lýsti sig ekki sigraða og óskaði Obama ekki til hamningju með sigurinn. Hún sagði,að 35 millj. manna hefði tekið þátt í forkosningum demokrata og hún hefði fengið 18 millj. atkvæða en það væri mesta atkvæðamagn ,sem nokkur hefði fengið í forkosningum.Hún sagði,að rödd þessa hóps yrði að heyrast á næsta kjörtímabili. Sumir telja,að þarna hafi hún verið að  biðla eftir varaforsetaembættinu.Sagt er,að Obama vilji gera Clinton að heilbrigðisráðherra.

Enda þótt Hillary hafi ekki  lýst sig sigraðra verður ekki séð,að hún nái útnefningu héðan af. Sennilega trúir hún samt á kraftaverk á flokksþingi demokrata.Ég hefi sagt það áður,að ég sé ekki stóran mun á Hillary og  Obama sem frambjóðanda.Ég tel þó Obama reynslulítinn en hann virðist hrífa ungu kynslóðina með sér.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Obama lýsir yfir sigri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband